Hæ, ég heiti Helga Katrín Stefánsdóttir og er andlegur einkaþjálfari. Ég er konan á bakvið síðuna Andleg Vellíðan – Andleg einkaþjálfun.
Ég er algjör ævintýramanneskja finnst gaman að lifa lífinu eins og ég sé að snúa áttarvita með öllum þeim upp og niðursveiflum sem lífið kemur með. Ég hef verið lánsöm að hafa klárað námið andleg einkaþjálfun og gefur mér tækifæri við að leiðbeina öðrum að líða betur með sjálfa sig og lífið almennt.
Ef þú ert í vanlíðan af einhverjum ástæðum og ert búin/n að fá nóg af því að líða illa, haltu þá áfram að fræðast um andlega einkaþjálfun og brot úr “minni sögu” hér fyrir neðan.
Ef þú ert tilbúin/n fyrir breytingar í þínu lífi ekki hika við að hafa samband.
Ég tek svo sannarlega vel á móti þér!
Knús
Helga Katrín
Fyrir 10 árum var ég komin algjörlega á botninn á lífinu, nýbúin að eignast mitt annað barn og var endalaust að leita af einhverju til þess að fylla þetta tómarúm sem ég fann fyrir. Enn ég vissi ekki hverju ég var að leita af, ég fann bara að ég gæti ekki verið svona því mig langaði bara að vera undir sæng svo að enginn gæti séð mína vanlíðan. Ég var búin að fara í sálfræðings og geðlæknis það kom mér á fæturnar en ég náði samt ekki að lifa lífinu í meiri vellíðan og fá það hugarró sem ég þurfti.
Ég sá auglýsingu um andlega einkaþjálfum þar sem var verið að kynna nýja nálgun á að ná betri tökum á andlegu heilsu. Það var ekki fyrr en þá sem ég fór að taka eftir að mín andlega heilsa fór batnandi. Það þýðir samt ekki að þetta hafi gerst á stuttum tíma heldur hefur þetta verið markviss sjálfsrætt í mörg ár. Ég þurfti að leggja upp í þessa andlegu vegferð og má segja að ég hafi kynnst sjálfri mér í fyrsta skipti almennilega.
Það er svo magnað að sjá að í dag er ég allt önnur manneskja enn fyrir þessum 10 árum. Það er ekki hægt að líkja þessum persónum saman.
Mín saga um andlega vanlíðan byrjaði mjög ung eiginlega frá grunnskóla göngu. Ég átti átti við námserfieika alla mína skólagöngu með því fylgdi sjálfsniðurrif um að vera ekki nógu góð. Mér kveið mikið fyrir prófum því ég var búin að mata hugan að ég myndi aldrei ná prófunum myndi falla á tíma. Ég get ekki lýst því hversu vond tilfinning vonbrigðin voru í hvert einasta skipti þegar ég féll í prófi. Stanslaus vonbrigði yfir sjálfri mér og sjálfsniðurrifs var stöðugt í huganum.
Ég eignaðist mitt fyrsta barn ung þannig ég lét skólagönguna bíða og fór í að ala upp barn sem einstæð móðir. Alltaf var í huganum hvernig get ég alið upp barn er ég nógu góð? Á barni ekki skilið betri foreldri en mig? Ég fór að leita mér sálfræðing og geðlækni því ég var að missa tökin á sjálfri mér, ég fór í nokkra tíma var einnig sett á lyf en gafst upp því ég var svo lítið að fá útbæði lyfjunum og einnig úr þeim tímum sem ég var búin að mæta í ég náði að losa það sem var að angra mig akkúrat á þeim tímapunkti enn það skyldi ekki eftir sig neitt sem ég gat unnið með. Í hvorugum tímunum hjá sálfræðingnum eða geðlækninum spurðu þau mig um neitt sem skipti raunverulega máli og þau köfuðu ekkert dýpra í mín mál. Ég hef ekkert á móti lyfjum og tel þau vera nauðsynleg mörgum tilfellum. En í flestum tilfellum eru undirliggjandi vandamál sem nauðsynlegt er að vinna með og að gefa lyf eitt og sér mun aldrei veita langtíma lausn. Ég fór því að leita lausna fyrir sjálfan mig án lyfja og í dag get ég auðveldlega lifað án þeirra og í betra andlegu formi.
Með því að kafa langt aftur í æsku og kryfja ótal atriði, henda út ruslinu í mínum huga og mata hugan frekar með uppbyggjandi og jákvæðara efni, ásamt því að vinna markvisst að því að ná mun betri tökum á huganum og þá hef ég öðlast meiri vellíðan.
Ég hef náð að gera algjöra U-beygju á mínu lífi, en hér áður fyrr var ég að eiga við kvíða, þunglyndi, depurð, var tilfinningalega dofin, var með æskuna á mínum herðum, sjálfsniðurrif af ýmsum toga, átti í krefjandi samskiptum við vissa aðila í mínu lífi, lifði með innbyrða reiði og pirring, ásamt ýmsu öðru. Ég get ekki lýst því hversu góð tilfinning það er að vera búin að ná mun betri tökum á mínum huga og líðan.
Ég deili síðan reynslusögum úr mínu lífi á námskeiðunum og hvernig ég hef sjálf nýtt þessa nálgun og gert algjöra U-beygju á mínu lífi.
Því ég veit fyrir víst hversu erfitt það getur verið að leita sér aðstoðar, ég hef sjálf verið í þeim sporum. Ég man ennþá tilfinninguna að þurfa að hringja og panta tíma hjá sálfræðingi eða lækni og tilhugsunin að þurfa síðan að mæta á staðinn og fara í tíma. Ég var svo hrædd um að einhver myndi sjá mig á biðstofunni og hvað átti ég þá að segja? Já ég var á þessum stað sjálf og kannast alveg að vera búin að búa til sögu ef einhver myndi sjá mig því ég var ekki tilbúin að láta neinn vita að mér liði svona illa með sjálfa mig.
Ég get því svo sannarlega leiðbeint þér að snúa þínu lífi við ef þú ert tilbúin/n að hefja þá vegferð! Þetta gerist nefnilega ekki að sjálfum sér og engin skyndilausn getur komið þér þangað. Það liggur mikil sjálfsrækt þarna á bakvið og það er vinna sem flestir leggja aldrei upp í. Verður þú ein/n að þeim sem ferð í gegnum lífið án þess að vita raunverulega hver þú ert í kjarnanum þínum, hvað þig langar og hvert þú ert að stefna?
Ég get leiðbeint þér ef: