Andleg Vellíðan

Andleg einkaþjálfun er einstaklings námskeið í formi samtalsþerapíu sem fer með þig í stórkostlegt ferðalag þar sem þú upplifir nýja lífsýn og nýjan skilning. Hún færir þig djúpt inn á við og í mikla innri sjálfsskoðun. Hún hjálpar þér að tengjast sjálfum þér og þínu innsæi betur, að sjá og finna þinn eiginn styrk, þitt eigið virði o.m.fl. 

Á þessu magnaða ferðalagi færðu í hendurnar fjölmörg tæki og tól, mest í formi verkefna og æfinga sem eru til þess ætluð að hjálpa þér að takast á við lífið og hinar ýmsu áskoranir sem það getur haft. 

En eins og með flest í lífinu uppskerum við eins og við sáum. Með öðrum orðum – þá fer það eftir þér hversu mikið þú færð út úr þessu ferðalagi. Ef þú ert tillbúin/n í þessa vinnu og vinnur verkefnin og æfingarnar vel sem þú færð með þér heim á milli tímanna, getur þú ekki annað en breytt lífi þínu til hins betra á svo margan hátt.

Því meiri vinnu sem þú leggur í verkefnin og æfingarnar, því meira færðu út úr þeim.

Andleg Einkaþjálfum er markvisst 12 mánaðar námskeið sem miðar að koma þér í betra andlegt form. 

Námskeiðið fer fram í gegnum netið og þú færð aðgang að innri vef sem er fullur af fróðleik, verkefnum og ýmsu öðru skemmtilegu. Ég deili með þér mínum reynslusögum úr mínu lífi. Hvernig ég hef getað notað þessa nálgun fyrir mig og mitt líf. Því áður var ég sjálf að eiga við mikið sjálfsniðurrif, þunglyndi, átti í krefjandi samskiptum við aðila í mínu lífi. Var oft mjög týnd með sjálfa mig. Þannig að ég deili hvernig ég hef unnið í því að fá dýpri skilning og innri frið. 

Námskeiðið er sett upp þannig að þú færð einn mánuð í einu til að vinna með algjörlega á þínum hraða. 

Síðan eru 60 – 90 mín. einkatímar í hverjum mánuði með leiðbeinanda þar sem kafað er dýpra í málin. Þessir tímar fara í gegnum ZOOM/ Messenger. 

Markmið námskeiðsins er að byggja þig og þitt líf upp og að því loknu munt þú horfa á sjálfan þig, aðra og lífið almennt í allt öðru ljósi. Það er í 12 mánuði af ástæðu, en við erum yfirleitt að vinna okkur út úr margra ára (úreltu) hugsana- og hegðunarmynstrum og það tekur tíma að snúa því við. 

Innifalið í námskeiðinu:                       

  • 12 mánaða aðgangur að leiðbeinanda í gegnum tölvupóst og aðhaldið sem þú þarft.                          
  • 12 einkatímar í gegnum netið (Zoom / Messenger)
  • 60 mínútna einkatími einu sinni í mánuði                        
  •  12 mánaða stuðningur og hvatning frá leiðbeinanda            
  •   12 mánaða aðgangur að innri vef sem er stútfullur af fróðleik, verkefnum og fleira.                        
  •  Persónuleg nálgun þar sem leiðbeinandi deilir einnig reynslusögum úr sínu lífi                          
  • Öll gögn. Allan þjálfunartímann færðu mikilvægan fróðleik, verkefni, hljóð- og vídjóupptökur, ásamt hugmyndum af bókum, bíómyndum, fyrirlestrum og ótal mörgu öðru að vinna með.
  • Þú ert að vinna með einn mánuð í einu                          

– Þú ferð þetta á þínum tíma og á þínum hraða!

Heildarverð fyrir í heilt ár í andlegri einkaþjálfun: 210.000 kr. Verð: 17.500 kr. á mánuði (miðað við 12 mánaða greiðsludreifingu) * 10% staðgreiðslu afsláttur (á heildarverði námskeiðsins )  *Mörg stéttafélög niðurgreiða námskeiðsgjöld                        

Ertu tilbúinn fyrir breytingar í þínu lífi?                

Allar frekari upplýsingar og skráning:  andlegvellidan@gmail.com  

Ég tek vel á móti þér!