Andleg Vellíðan

HVAÐ ER ANDLEG EINKAÞJÁFLUN

Andleg einkaþjálfun er einstaklings þjálfun í formi samtalsmeðferðar sem fer með þig í stórkostlegt ferðalag þar sem þú upplifir nýjan skilning. Hún færir þig djúpt inná við og í mikla sjálfsskoðun. Hún hjálpar þér að tengjast sjálfri / sjálfum þér og þínu innsæi enn betur, að sjá og finna þinn eiginn styrk og eigið virði o.m.fl

Á þessu ferðalagi færðu í hendurnar ýmis verkfæri í formi verkefna og æfinga sem eru til að hjálpa þér að takast á við lífið og hinar ýmsu áskoranir sem það getur haft.

Því meiri vinnu sem þú leggur í verkefnin og æfingarnar því meir færðu út úr þjálfuninni.

Námskeiðið skiptist í 12 skipti þar sem við hittumst ca. 1 sinni í mánuði í 90 mínútur í senn og stendur námskeiðið yfir að jafnaði 9 – 12 mánuði.

Hægt er að að panta 30 mín kynningartíma á námskeiðið með því að senda tölvupóst á andlegvellidan@gmail.com

Fyrir hverja er andleg einkaþjálfun?

Andleg einkaþjálfun er fyrir alla, alveg sama hvaða stað þú ert á í lífinu. Andleg einkaþjálfun hefur hjálpað fólki sem hefur verið komið alveg á „botninn“ í sínu lífi, en líka þeim sem líða vel en vilja efla sig  á einhvern hátt.  

 

                                                 Andleg einkaþjálfun er fyrir þig ef þú vilt 
  • Þekkja sjálfa þig betur 
  • Öðlast betri líðan
  • Tengjast þér betur.
  • Hlusta á og fylgja þínu hjarta betur.
  • Vera hamingjusamari.
  • Minnka kvíða.
  • Losa þig við byrgðar fortíðarinnar.
  • Tengjast þínu innsæi betur og fylgja því.
  • Efla sjálfstraust þitt og sjálfsvirði.
  • Auka þitt eigið sjálfsmat.
  • Öðlast jákvæðara hugarfar.
  • Vera meira í þakklæti.
  • Skilja sjálfa/n þig og lífið betur.
  • Hækka orkuna þína.
  • Finna fyrir meiri gleði.
  • Eiga betri samskipti við fólkið í kringum þig.
  • Vera jákvæðari, bæði gagnvart þér og öðrum.
  • Treysta sjálfri/sjálfum þér.
  • Standa með þér.
  • Öðlast meiri innri ró.
  • Finna þína drauma. 
  • Losa þig við meðvirkni.

Andleg einkaþjálfun 

Svona er námskeiðið sett upp:

  • Námskeiðið er 12 skipti og tekur  9 – 12 mánuði.

    Af hverju svona lengi ?

    Það tekur oftast tíma að gera rótækar breytingar á lífi sínu og til að gera það þarftu að breyta því hvernig þú hugsar, brjóta upp gömul hugsanamynstur og gamla vana sem þjóna þér ekki lengur og vilt jafnvel losa þig við.
    Hver tími er  90 mínútur og er í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Hist er á ca. 3ja vikna fresti nema um annað sé samið og á milli tímanna færð þú verkefni / æfingar til að taka með þér heim á milli og vinna.

    Auk verkefnanna og æfinganna sem þú færð á milli tímanna, færðu meðal annars ábendingar um bækur, hljóðvörp, myndbönd, bíómyndir og annað tengdu þínu ferðalagi.

    Gefðu þér leyfi til að setja þig í fyrsta sætið og bókaðu tíma í 30 mínútna kynningartíma með því að senda tölvupóst á andlegvellidan@gmail.com.