Reiki heilun er japönsk heilunaraðferð og er heilun með léttri snetringu.
Reiki heilun er aðferð náttúrulækninga sem hefur áhrif á lífsorkuna þína og allt sem við henni viðkemur.
Reiki heilun hjálpar til við slökun taugakerfis, minnkar stress og kvíða, eykur núvitund, eflir ónæmiskerfið, léttir á verkjum og spennu. Reiki er einnig talið hjálpa fólki við að bæta svefn, ná sér eftir aðgerð, auka vellíðan og innri ró.
Reiki hjálpar þér að öðlast vellíðan, friðsæld, öryggi og slökun.
Tíminn er í 60 mínútur, ró og slökun í þægilegu umhverfi.